Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon
Íslenska
Next Race: May 2nd 2015
20. apríl 2015

Fossavatnsgangan lækkar skráningargjald

Ákveðið hefur verið að lækka skráningargjald í stystu vegalengdir í Fossavatnsgöngunni. Við endurskoðun á verðum s.l. vor voru gerðar þær breytingar að verð í gönguna hækkaði eftir því sem nær leið göngunni. Var það gert til að hvetja fólk til að skrá sig tímanlega. Hinsvegar er það þannig í styttri vegalengdum að stór hluti keppenda eru heimamenn sem ákveða sig seint og þ.a.l. er verðið orðið í hærri kantinum.   Fossavatnsgangan hefur því ákveðið að ...
Fossavatnið 2014
30. mars 2015

Skráningargjaldið hækkar 1 apríl

Við viljum vekja athygli ykkar á því að skráningargjaldið hækkar 1 apríl.   Skráðu þig núna
16. mars 2015

Sjávarréttahlaðborðið víðfræga!

Nú er allt að gerast, skráningar hrynja inn og við viljum einnig vekja athygli á væntanlega skemmtilegasta viðburði ársins, sjávarréttarhlaðborði Fossavatnsgöngunnar. Fjöldi manns hefur þegar skráð sig en við viljum minna samlanda vora á að gera slíkt hið sama og skrá sig til leiks í þessum einstaka viðburði (sjá skráningasíðu)
Anders Södergren í Fossavatninu 2015
23. janúar 2015

Anders Södergren í Fossavatnsgönguna 2015

Við bjóðum Anders Södergren hjartanlega velkominn í Fossavatnsgönguna 2015. Hann hefur lengi verið einn allra besti Svínn á gönguskíðum, vann m.a.gullverðlaun í boðgöngu á ÓL 2010, fjölmarga FIS sigra á hann einnig. Hann er líka eini skíðamaðurinn í heiminum sem hefur náð því að vinna 2x á heimsbikarmóti í 50 km með frjálsri aðferð en það gerði hann í Holmenkollen 2006 og 2008.  
5. desember 2014

Gjafakort í Fossavatnsgönguna 2015

Þá er drauma jólagjöf alls skíðafólks loksins aftur fáanleg. Vorum að taka upp nýja sendingu af brakandi ferskum gjafakortum í Fossavatnsgönguna 2015. Þetta er einfalt, þú velur þá vegalengd sem þú heldur að henti viðtakanda, pantar gjafakortið og við sendum það til þín.  Þar sem kortin eru ekki komin inn í skráningarkerfið á heimasíðu Fossavatnsgöngunnar er hægt að panta þau með tölvupósti á netfangið fossavatn@fossavatn.com. Frábær jólagjöf fyrir ættingja, ...
28. nóvember 2014

Æfingabúðir 15-18 janúar 2015

   Æfingabúðir fyrir áhugafólk um skíðagöngu 15. jan– 18.jan 2015 í samstarfi við Skíðafélag Ísfirðinga,  Ísafjarðarbæ og  Hótel Ísafjörð. Þjálfarar:  Félagar í Skíðafélagi Ísfirðinga   Fimmtudagur 15/1/2015 Tækniæfing    kl.18:00-19:30  (mæting 17:30) Hótel Ísafirði kl. 20:30 , Daníel Jakobsson heldur fyrirlestur um þjálfun og ...
26. nóvember 2014

Skráningar ganga vel, gjaldið hækkar 1.des 2014

Skráningar ganga mjög vel í Fossavatnsgönguna 2015, en við viljum vekja athygli á því að skráning hækkar 1 des 2014.
6. nóvember 2014

Æfingabúðirnar að fyllast!

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig í Fossavatnsæfingabúðirnar. Eftirspurnin er því miður svo mikil að við verðum að loka fyrir skráningu innan tveggja daga þ.e. út daginn á morgun föstudag 8. nóvember.   Endilega drífið ykkur að skrá ykkur ef þið viljið vera með núna, annars verða svo aðrar búðir eftir áramót.    
1. október 2014

Æfingabúðir 20-23 nóvember 2014

Æfingabúðir fyrir áhugafólk um skíðagöngu 20. nóv– 23.nóv 2014 í samstarfi við Skíðafélag Ísfirðinga,  Ísafjarðarbæ og  Hótel Ísafjörð. Þjálfarar: Félagsmenn í Skíðafélagi Ísfirðinga Fimmtudagur 20/11/2014 Tækniæfing    kl.18:00-19:30  Föstudagur 21/11/2014 Æfing   kl. 10:00 -  12:00      Jóga   kl. 15:00 -  16:00 Æfing  kl. 17:00 ...
Riitta Liisa Roponen
19. september 2014

Riitta Liisa Roponen kemur í Fossavatnið

Aldrei fyrr hefur okkur lánast að fá heimsklassa skíðagöngumann til að staðfesta þátttöku í Fossavatnsgönguna en nú er það staðfest að hin finnska, Riitta Liisa Roponen kemur í gönguna 2015, Riitta hefur verið í fremstu röð finnskra skíðagöngukvenna og þ.a.l. í heiminum. Hún var í bronssveit Finna á ÓL í Vancouver 2010. Hún á 3 Heimsbikarsmótssigra. Síðan var hún FIS Marathon Cup meistari síðasta vetur. Hún vann t.d. La Sqambeda, Dolomitenlauf og Engadin Skimaraton, Allt göngur í Worldloppet ...
Heimir Hanson fulltrúi Fossavatnsgöngunnar undirritaði samninginn við Worldloppet
22. júní 2014

Fossavatnið formlega aðili að Worldloppet

Þau stórtíðindi voru að berast frá Riva de Garda á Ítalíu að Fossavatnsgangan hefur verið samþykkt sem aðili að Worldloppet.   Worldloppet er alþjóðlegt íþróttasamband gönguskíðamóta og var stofnað árið 1978 í Uppsölum, Svíðþjóð. Markmið sambandsins er að hvetja til ástundunar gönguskíðaíþróttarinnar í gegnum gönguskíðamót víðsvegar um heiminn.    Það er mikil heiður fyrir Fossavatnsgönguna að fá aðild að ...
Startið í 50 km 2014
6. maí 2014

Myndir frá Benna Hermanns

Hér er tengill inn á sportmyndirnar hans Benna Hermanns, www.sportmyndir.com
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
4. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
3. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Frá 50 km startinu
3. maí 2014

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni komnir í mark

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni eru komnir í mark. Fyrstur var Mikolaj Ólafur Frach á tímanum 00:35:12, annar var Egill Bjarni Gíslason og þriðji Arnar Ólafsson. Fyrst kvenna var Quincy Massey-Bierman, önnur var Jóhanna Jóhannsdóttir og þriðja Kolfinna Rán Rúnarsdóttir.
Frá starti 50 km göngunnar
3. maí 2014

Styttist í start 50 km göngunnar

Á Ísafirði er nú undirbúningur fyrir seinni dag 66. Fossavatnsgöngunnar í fullum gangi og er óhætt að segja að veðrið leiki við bæði aðstandendur og keppendur í ár, með hægum andvara og glampandi sól. Rétt á eftir munu hátt í þrjúhundruð keppendur þreyta keppni í 50, 25, og 10 km skíðagöngu þar sem gengið er af Seljalandsdal og yfir Botnsheiði í átt að Engidal og Fossavatni. Klukkan 10 verður 50 km göngunni startað, en 25 og 10 km verður startað klukkan 11. Búast má við fyrstu mönnum í ...
Mynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
2. maí 2014

Bílastæði og rútur!

Bílastæði og rútur Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að leggja einkabílum á stæðunum næst göngusvæðinu á föstudag og laugardag. Útbúið verður stórt bílastæði við gamla skíðaskálann á Seljalandsdal, en þaðan munu skutlur ferja fólk upp í startið og til baka. Gjald fyrir að leggja á þessu stæði verður kr. 500 fyrir hvern bíl en ekki þarf að greiða fyrir skutluna. Þeir sem vilja skilja bílinn eftir heima geta tekið ...