Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon
Íslenska
Next Race: May 2nd 2015
Heimir Hanson fulltrúi Fossavatnsgöngunnar undirritaði samninginn við Worldloppet
22. júní 2014

Fossavatnið formlega aðili að Worldloppet

Þau stórtíðindi voru að berast frá Riva de Garda á Ítalíu að Fossavatnsgangan hefur verið samþykkt sem aðili að Worldloppet.   Worldloppet er alþjóðlegt íþróttasamband gönguskíðamóta og var stofnað árið 1978 í Uppsölum, Svíðþjóð. Markmið sambandsins er að hvetja til ástundunar gönguskíðaíþróttarinnar í gegnum gönguskíðamót víðsvegar um heiminn.    Það er mikil heiður fyrir Fossavatnsgönguna að fá aðild að ...
Startið í 50 km 2014
6. maí 2014

Myndir frá Benna Hermanns

Hér er tengill inn á sportmyndirnar hans Benna Hermanns, www.sportmyndir.com
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
4. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
3. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Frá 50 km startinu
3. maí 2014

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni komnir í mark

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni eru komnir í mark. Fyrstur var Mikolaj Ólafur Frach á tímanum 00:35:12, annar var Egill Bjarni Gíslason og þriðji Arnar Ólafsson. Fyrst kvenna var Quincy Massey-Bierman, önnur var Jóhanna Jóhannsdóttir og þriðja Kolfinna Rán Rúnarsdóttir.
Frá starti 50 km göngunnar
3. maí 2014

Styttist í start 50 km göngunnar

Á Ísafirði er nú undirbúningur fyrir seinni dag 66. Fossavatnsgöngunnar í fullum gangi og er óhætt að segja að veðrið leiki við bæði aðstandendur og keppendur í ár, með hægum andvara og glampandi sól. Rétt á eftir munu hátt í þrjúhundruð keppendur þreyta keppni í 50, 25, og 10 km skíðagöngu þar sem gengið er af Seljalandsdal og yfir Botnsheiði í átt að Engidal og Fossavatni. Klukkan 10 verður 50 km göngunni startað, en 25 og 10 km verður startað klukkan 11. Búast má við fyrstu mönnum í ...
Mynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
2. maí 2014

Bílastæði og rútur!

Bílastæði og rútur Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að leggja einkabílum á stæðunum næst göngusvæðinu á föstudag og laugardag. Útbúið verður stórt bílastæði við gamla skíðaskálann á Seljalandsdal, en þaðan munu skutlur ferja fólk upp í startið og til baka. Gjald fyrir að leggja á þessu stæði verður kr. 500 fyrir hvern bíl en ekki þarf að greiða fyrir skutluna. Þeir sem vilja skilja bílinn eftir heima geta tekið ...