Skilmálar

Skráningarskilmálar [Það sem að keppandi samþykkir þegar að hann skráir sig]

 

 

 1. Almennar reglur göngunnar
  Fossavatsgangan er alemenningsskíðaganga (e. Popular Cross Country Competition) og er haldin af Fossavatnsgöngunni sem er áhugamannafélag. Notast er við reglur Alþjóða skíðasambandsins (FIS). Keppendur skuldbinda sig með skráningu þessari til að fara eftir keppnisreglum FIS í skíðagöngu og staðfesta jafnframt að vera bæði í nægilega góðu líkamlegu og andlegu ástandi til þess að taka þátt í Fossavatnsgöngunni og að þeir hafi hafi kynnt sér reglur og skilmála göngunnar og samþykki að fara eftir þeim og fylgja leiðbeiningum starfsmanna hennar.
  Skráningin Í Fossavatnsgönguna er bindandi. Enginn hluti þáttökugjaldsins fæst endurgreiddur ef skráður einstaklingur getur ekki tekið þátt af einhverjum ástæðum, s.s. vegna veikinda eða meiðsla. 
  Keppendur taka þátt á eigin ábyrgð.
  Með því að senda skráningu í Fossavatnsgönguna, afsala keppendur sé öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Fossvatnsgöngunni eða samstarfsaðilum göngunnar vegna meiðsla, veikinda eða slysa sem aðilar gætu orðið fyrir vegna þátttöku í göngunni eða viðburðum hennar.
   

 2. Endurgreiðslur
  Ef svo ólíklega vill til að fella þurfi gönguna niður fyrirfram hefur mótshaldari heimild til að halda eftir allt að 50% af gjaldinu til að mæta kostnaði við mótshaldið.
  Ef gangan er færð til á sama degi eða til næsta dags verður þátttökugjald ekki endurgreitt.
  Ef göngunni er aflýst daginn sem að keppnin á að fara fram vegna veðurs eða af öðrum „force major“ aðstæðum, verður þátttökugjald ekki endurgreitt.
  Ef ákveðið er að halda göngunna á öðrum stað á sama tíma, eða að keppni verði hætt og hún haldin síðar, eða ef hún er flutt á annan stað á öðrum tíma eða hún stytt, verður þátttökugjald ekki endurgreitt.
  Ferðir, gisting og önnur sambærileg útgjöld verða ekki endurgreidd vegna veikinda keppenda eða ef keppni er aflýst.
   

 3. Myndataka og persónuvernd
  Í öllum keppnum Fossavatnsgöngunnar eru ljósmyndarar á keppnissvæðinu og í brautum sem og á viðburðum göngunnar. Myndirnar gætu verið notaðar í markaðslegum tilgangi s.s. í auglýsingum og markaðsherferðum.
  Við skráningu samþykkir keppandi að myndir og kvikmyndir af viðkomandi úr keppninni eða viðburðum tengdum henni séu settar á heimasíður göngunnar, samfélagsmiðla og aðra miðla mótshaldara s.s. tímarit, dagblöð og hverskonar útgáfur og markaðsefni, jafnvel af þriðja aðila samkvæmt samningi við gönguna og önnur lög og reglur.
  Mótshaldari eða þriðji aðili, á grundvelli samnings, getur hlaðið myndum af keppendum á veraldarvefinn (netið) á formi sem gerir það kleift að leita að keppendum eftir nafni.
  Fjölmiðlar og blaðamenn og aðrir aðilar geta líka notað myndir og kvikmyndir Fossavatnsgöngunnar.
  Þeir keppendur sem setja sig upp á móti slíkri notkun þurfa að tilkynna það á skrifstofu Fossavatnsgöngunnar.
  Við skráningu veitir keppandi samþykki sitt fyrir því að nafn viðkomandi verði skráð í listum yfir þátttakendur, ráslistum og úrslitum. Þessi gögn eru gerð opinber og aðgengileg á vefnum/netinu í leitarhæfu formi. Þessir listar geta innihaldið upplýsingar um aldur og félag viðkomandi, sem og árangur í göngunni. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnageymslu göngunnar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd.