5 km gangan

 

Smellið hér fyrir gagnvirk kort á fullum skjá
50 km -  
25 km -
12,5 km -
5 km -

 

Í hnotskurn
Gangan byrjar á stuttum hring um start/marksvæðið en síðan tekur við kílómetri eða svo með býsna strembnu klifri. Þar borgar sig að fara sér hægt, sérstaklega fyrir óvana. Þegar klifrið er að baki tekur við létt og skemmtileg braut. Óvanir þurfa þó að fara gætilega í rennslinu til baka niður að marksvæðinu.


Start: 290 m.y.s.
Hæsti hluti brautar: 372 m.y.s.(Háabrún)
Hæðarmunur: 82 m
Lengsta samfellda klifur: 44 m hækkun
Heildarklifur: 121 m

 

Brautin
Lagt er af stað frá skíðagönguhúsinu á Seljalandsdal til norðurs eins og í hinum vegalengdunum. Fyrsti kílómetrinn er léttur hringur um start/marksvæðið en næsti kílómetri er hins vegar strembinn, með nokkuð bröttu klifri upp á Háubrún, einn besta útsýnisstað brautarinnar. Þaðan er fallegt að horfa yfir Skutulsfjörðinn og upplagt að smella af einni mynd eða svo ef fólk er ekki að flýta sér þeim mun meira. Nú er klifrinu lokið og virkilega hægt að njóta þess sem framundan er. Við göngum stutta lykkju að skíðalyftunni í Sandfelli, snúum þar við og fylgjum rótum Sandfells stuttan spöl þar til við komum á stóra sléttu sem kallast Eiríksmýri. Þar tökum við eina góða lykkju áður en við rennum okkur til baka niður á marksvæðið. Óvanir ættu að fara varlega í rennslinu.