Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar

 Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar, formaður
3. Ársreikningur og fjárhagsáætlun næsta árs
4. Lagabreytingar
Í fyrra voru kynntar nýjar samþykktir göngunnar sem lagabreytingarnefnd hafði gert. Í henni sitja Halldór Margeirsson, Jónas Gunnlaugsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir
5. Kosningar
Núgildandi samþykktir
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5  félagsmönnum þ.e. formanni og 4 meðstjórnendum.  Stjórnarmenn skulu kosnir til 4  ára í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. 

Ef tillaga að breytingu skv. Laga og reglugerðarnefnd verður samþykkt
7. gr.
Stjórn skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Í stjórn félagsins skulu eiga sæti 5 félagsmenn, formaður og 4 meðstjórnendur, auk þess skulu kosnir 2 varamenn stjórnar. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum. Jafnframt skulu kosnir 2 skoðunarmenn.

6. Önnur mál