25
maí
2020
Bobbi
Kæri skíðamaður,
Nú þegar við höfum lokað fyrir mótttöku á beiðnum um endurgreiðslu fyrir gönguna 2020 viljum við biðja ykkur að hafa það í huga að skv.ákvörðun stjórnar Fossavatnsgöngunnar þá verða engar endurgreiðslar framkvæmdar nema þær beiðnir sem komu inn fyrir 20/5 á umbeðnu formi.
Enn bíður töluverður fjöldi af endurgreiðslubeiðnum afgreiðslu en við væntum þess að við náum að ljúka þessu núna í lok maí eða byrjun júní.