Fossavatnsteitið er komið í sölu

Margir vilja meina að lokahófið sé hin eiginlega áskorun í Fossavatnsgöngunni. Þess vegna má enginn missa af Fossavatnspartýinu sem er í Íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardagskvöldi eftir göngu. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00. Boðið er upp á sjávarréttahlaðborð fullt af vestfirskum sjávarafurðum. Einnig er grænmetis- og kjötréttur á borðinu.

 

Að borðhaldi loknu sláum við upp í dansleik með Húsinu á sléttunni sem heldur uppi stuðinu fram á nótt.

Í fyrra komust færri að en vildu, þannig að það gildir að vera tímanlega í að kaupa miða.

 

Aðeins eru 650 miðar í sölu.

KAUPA MIÐA HÉRNA