Fréttatilkynning Fossavatnsgangan 2020

Að gefnu tilefni þá sendum við út fréttatilkynningu varðandi framkvæmd Fossavatnsgöngunnar.
Við erum á fullu við undirbúning að gera þennan stærsta skíðaviðburð Íslands eftirminnilega fyrir alla okkar gesti. Ákvörðun varðandi Covid 19 veiruna og áhrif hennar á gönguna hefur ekki komið í ljós ennþá en við munum að sjálfsögðu hlýta fyrirmælum frá landlækni og heilbrigðisyfirvöldum Íslands. Ákvörðun mun væntanlega liggja fyrir ca 7-10 dögum fyrir göngu.